„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum. Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37