Handbolti

Karl­kyns leik­menn fé­lagsins fá líka fæðingar­or­lof

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir leikmenn karlaliðs Höj Elitehåndbold með ungabörn.
Tveir leikmenn karlaliðs Höj Elitehåndbold með ungabörn. @hoj_elite

Danskt handboltafélag hefur gengið mun lengra en áður þegar kemur að réttindum leikmanna í kringum fæðingu barna þeirra.

Danska félagið Höj Elitehåndbold, þar sem íslenski Daninn Hans Lindberg spilar með frá og með komandi tímabili kynnti nýja reglur í vikunni.

Höj Elitehåndbold gerði samkomulag við danska handboltasambandið um leikmenn félagsins eigi rétt á fæðingarorlofi frá og með 1. júlí síðastliðnum.

Það sem gerir framtak þessa danska félags merkilegra en er að þetta á jafnt á við karlar sem konur sem spila fyrir Höj.

Sem betur fer eru flest íþróttafélög heims farin að vakna af værum blundi hvað varðar aðstoð þeirra þegar leikmenn verða ófrískar. Höj vill líka passa upp á pabbana.

„Hjá Höj Elite þá erum við bæði með karla og konur í starfi. Við viljum að allir okkar leikmenn hafi góða yfirsýn varðandi sín réttindi og það á líka við fæðingarorlof,“ sagði í fréttatilkynningu.

Feður hafa oft misst úr æfingar eða kannski einn leik þegar barnið þeirra er að koma í heiminn en nú gæti það orðið talsvert lengri tími sem þeir eru frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×