Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. júlí 2025 13:26 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira