Veður

Rigning í Reykja­vík en hlýtt og gott fyrir austan

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er víða súld á landinu í dag.
Það er víða súld á landinu í dag. Vísir

Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.

Á morgun blæs hann úr suðvestri 5 til 10 stig, skýjað og sums staðar smáskúrir en hiti breytist lítið. Þetta kemur fram í spá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Suðvestan 5-10 og súld eða dálítil rigning með köflum, en úrkomulítið norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt 3-8 og rigning eða súld um landið vestanvert, en skúrir austantil seinnipartinn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg eða breytileg átt, væta öðru hverju og milt veður.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt og fremur hlýtt. Bjart með köflum, en súld eða dálítil rigning með suðurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×