Handbolti

Ráku glæ­nýjan leik­mann fé­lagsins fyrir að mæta á tón­leika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Filip Ivic er án félags eftir að hafa drifið sig á tónleika hjá mjög umdeildum manni.
Filip Ivic er án félags eftir að hafa drifið sig á tónleika hjá mjög umdeildum manni. Getty/Goran Stanzl

Króatíski markvörðurinn Filip Ivić var ekki lengi í herbúðum serbneska handboltafélagsins RK Vojvodina.

Hinn 32 ára gamli Ivić samdi við félagið fyrir aðeins tveimur vikum en félagið hefur nú rift samningnum. Ivić er reynslumikill og öflugur handboltamarkvörður sem á landsleiki fyrir Króatíu.

Ekki var það þó frammistaða inn á vellinum sem var orsökin enda hefur liðið ekki spilað leik á þessum tíma.

Sökin liggur í tónleikum sem Ivić ákað að mæta á. Ivić, sem var enn í sumarfríi, mætti og lét taka mynd af sér á tónleikum hjá þjóðernissinnum Marko Perković Thompson.

Hinn króatíski Thompson er þekktur fyrir öfgafullar og þjóðernissinnaðar skoðanir sínar og hefur upphafið tákn og merki sem tengjast glæpum gegn serbnesku þjóðinni.

Serbneska félagið fordæmdi veru leikmannsins á tónleikunum en tekur það fram að þar á bæ séu menn ekki að fordæma þjóðerni eða trú manna en hins vegar skiptir siðfræðigildi leikmanna liðsins miklu máli.

Thompson er með háttarlegi sínu að tala með og tala fyrir glæpum gegn Serbum.

RK Vojvodina endaði yfirlýsingu sína á því að lýsa yfir hollustu við Serbíu og sögu þjóðarinnar.

Tónleikarnir fóru fram í Zagreb og Ivić var í hópi fimm þúsund tónleikagesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×