Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2025 13:48 Gianni Infantino, forseti FIFA, hittir gamlar hetjur; Ronaldo, Roberto Baggio og David Beckham fyrr á mótinu. Image Photo Agency/Getty Images Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí. HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fleiri fréttir „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira
Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fleiri fréttir „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira