Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar 6. júlí 2025 14:00 Stórútgerðin hatar okkur trillukarla og konur eins og pestina. Henni hefur tekist, með hjálp röð hliðhollra ráðherra, að standa í vegi fyrir flestum umbótum sem myndu gera strandveiðikerfið öruggara, manneskjulegra og arðbærara. Þetta er í raun stórfurðulegt, því eini hluti sjávarútvegsins sem nokkur samfélagsleg sátt er um er einmitt strandveiðikerfið. Það væri því rökréttast fyrir sægreifana að leyfa okkur að hirða upp molana sem af gnægtarborði þeirra detta og kaupa sér þannig smá frið. Það er nú öðru nær en hvernig stendur á því að þeir róa öllum árum að útrýma smábátaveiðum? Svarið er þríþætt. Í fyrsta lagi eru smábátar að sýna hvernig hægt er að stunda hagkvæmar veiðar án þess að leggja bæði vistkerfi og brothættar byggðir í rúst. Í öðru lagi hafa sjómenn meira upp úr því að veiða fiskinn fyrir sig sjálfa sem gerir útgerðarmönnum erfiðara fyrir að finna duglegt fólk til að manna skipin. Í þriðja lagi eru það smábátar sem leiða í ljós raunvirði aflans. Hér ætla ég að skoða þriðja atriðið nánar. Fiskmarkaðir og smábátar Áður en fiskmarkaðir komu til 1985 var nánast allur afli seldur innan samþætts reksturs veiða og vinnslu. Gagnsæi á verði var svo til ekkert og smábátar voru oft háðir einum kaupanda. Tilkoma markaða var því eitt stærsta hagsmunamál í sögu smábáta því þeir gerðu trillukörlum kleift að selja aflann sinn án milligöngu samþættra fyrirtækja. Hægt og bítandi óx mörkuðum fiskur um hrygg og urðu þannig að mikilvægri mælistiku á rétt markaðsverð sjávarafla. Í dag er langstærstur hluti afla smábátaflotans seldur á markaði. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir, en ætla má að 70-80% þess fisks sem fer um markaðina komi frá smábátum. Það má því með sanni segja að án okkar væru engir fiskmarkaðir til, sem væri draumastaða stórútgerðarinnar. Fiskmarkaðir og laun sjómanna Ein afleiðing hins aukna gagnsæis í verðmyndun sjávarafla var að laun sjómanna hækkuðu. Á sama tíma og fiskmarkaðir dreifðust um landið var Verðlagsstofa skiptaverðs (VSS) stofnuð til að tryggja réttlátari og gagnsærri skiptingu aflatekna milli sjómanna og útgerðarmanna. Fyrir tilkomu VSS 1984 gátu útgerðir með eigin vinnslu selt sjálfum sinn eigin fisk á hvaða bull verði sem er og borgað sjómönnum lægri hlut. Verðlagsstofuverðið átti því að tryggja að hlutur sjómanna tæki mið af raunverulegu markaðsverði með því að óháður aðili reikni meðalverð sem væri almennt viðurkennt. Verðmyndun á mörkuðum eru lykilgögn í útreikningum VSS. Eitthvað virðist þó hafa klikkað. Verðlagsstofuverðið er iðulega um 25% undir markaðsverði í þorski og um 40% lægra í ýsu. Í fisktegundum sem ekki fara á markað á Íslandi, eins og loðnu, getur verðlagsstofuverð verið hundruðum prósentustiga lægra en sambærilegt markaðsverð í Noregi. Sjómenn eru sem sagt snuðaðir um tugi prósenta í launaumslagi sínu. Það má sýna afstöðu sægreifanna skilning því þeir eru jú að verja eigin hagsmuni. Öllu óskiljanlegra er að hagsmunasamtök sjómanna og skipstjóra skuli verja þetta arðrán með kjafti og klóm. Fiskmarkaðir og veiðigjöld Eins og alþjóð veit þá er allt í járnum á Alþingi út af veiðigjaldafrumvarpi Hönnu Katrínar. Enn og aftur eru það fiskmarkaðir sem gegna lykilhlutverki, því með frumvarpinu á að færa reiknistofn verðlagsstofu yfir í markaðsverð. Það hefur fram að þessu verið hjákátlegt að heyra ýmsa spekinga halda því fram að 7,9 milljarðar (veiðigjöld 2022) séu 33% af 85 milljörðum (hreinn hagnaður sjávarútvegs 2022). Reiknikúnstir þessara spekinga hafa nú verið afhjúpaðar sem blekkingar og blákalt eiginhagsmunapot. Smábátaflotinn er sem sagt grunnstoð þess að hægt sé að reikna sanngjarnt og rétt auðlindagjald. Fiskmarkaðir og SFS Er það þá nokkur furða að kvótakóngarnir hati okkur. Við höldum uppi fiskmörkuðum sem afhjúpar rétt markaðsverð á sjávarafurðum. Þeir þola ekki dagsljósið en vilja ráða því sjálfir á hvaða verði þeir gera upp við sjómenn og skattinn. Þessari fléttu hefur við lýst af innanbúðarmanni þannig að „búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp … Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“ Það er því ekki eingöngu hækkun á veiðigjöldum sem stórútgerðin óttast, heldur líka það að sjómenn muni ekki sætta sig við það að vera skildir einir eftir með reikninginn á undirverðlagningu verðlagsstofu. Það vekur furðu að grjótharðir markaðssinnar á borð við SFS og sjálfstæðismenn skuli í þessu tilviki ekki trúa á markaðslögmálin um framboð og eftirspurn heldur leggja allt sitt traust á verðmyndun innan ríkisstofnunar. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að inngrip ríkisins í markaðshagkerfið væri æðsta dauðasynd kapítalismans, en svo virðist ekki vera. Allavegana ekki fyrir sægreifana. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stórútgerðin hatar okkur trillukarla og konur eins og pestina. Henni hefur tekist, með hjálp röð hliðhollra ráðherra, að standa í vegi fyrir flestum umbótum sem myndu gera strandveiðikerfið öruggara, manneskjulegra og arðbærara. Þetta er í raun stórfurðulegt, því eini hluti sjávarútvegsins sem nokkur samfélagsleg sátt er um er einmitt strandveiðikerfið. Það væri því rökréttast fyrir sægreifana að leyfa okkur að hirða upp molana sem af gnægtarborði þeirra detta og kaupa sér þannig smá frið. Það er nú öðru nær en hvernig stendur á því að þeir róa öllum árum að útrýma smábátaveiðum? Svarið er þríþætt. Í fyrsta lagi eru smábátar að sýna hvernig hægt er að stunda hagkvæmar veiðar án þess að leggja bæði vistkerfi og brothættar byggðir í rúst. Í öðru lagi hafa sjómenn meira upp úr því að veiða fiskinn fyrir sig sjálfa sem gerir útgerðarmönnum erfiðara fyrir að finna duglegt fólk til að manna skipin. Í þriðja lagi eru það smábátar sem leiða í ljós raunvirði aflans. Hér ætla ég að skoða þriðja atriðið nánar. Fiskmarkaðir og smábátar Áður en fiskmarkaðir komu til 1985 var nánast allur afli seldur innan samþætts reksturs veiða og vinnslu. Gagnsæi á verði var svo til ekkert og smábátar voru oft háðir einum kaupanda. Tilkoma markaða var því eitt stærsta hagsmunamál í sögu smábáta því þeir gerðu trillukörlum kleift að selja aflann sinn án milligöngu samþættra fyrirtækja. Hægt og bítandi óx mörkuðum fiskur um hrygg og urðu þannig að mikilvægri mælistiku á rétt markaðsverð sjávarafla. Í dag er langstærstur hluti afla smábátaflotans seldur á markaði. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir, en ætla má að 70-80% þess fisks sem fer um markaðina komi frá smábátum. Það má því með sanni segja að án okkar væru engir fiskmarkaðir til, sem væri draumastaða stórútgerðarinnar. Fiskmarkaðir og laun sjómanna Ein afleiðing hins aukna gagnsæis í verðmyndun sjávarafla var að laun sjómanna hækkuðu. Á sama tíma og fiskmarkaðir dreifðust um landið var Verðlagsstofa skiptaverðs (VSS) stofnuð til að tryggja réttlátari og gagnsærri skiptingu aflatekna milli sjómanna og útgerðarmanna. Fyrir tilkomu VSS 1984 gátu útgerðir með eigin vinnslu selt sjálfum sinn eigin fisk á hvaða bull verði sem er og borgað sjómönnum lægri hlut. Verðlagsstofuverðið átti því að tryggja að hlutur sjómanna tæki mið af raunverulegu markaðsverði með því að óháður aðili reikni meðalverð sem væri almennt viðurkennt. Verðmyndun á mörkuðum eru lykilgögn í útreikningum VSS. Eitthvað virðist þó hafa klikkað. Verðlagsstofuverðið er iðulega um 25% undir markaðsverði í þorski og um 40% lægra í ýsu. Í fisktegundum sem ekki fara á markað á Íslandi, eins og loðnu, getur verðlagsstofuverð verið hundruðum prósentustiga lægra en sambærilegt markaðsverð í Noregi. Sjómenn eru sem sagt snuðaðir um tugi prósenta í launaumslagi sínu. Það má sýna afstöðu sægreifanna skilning því þeir eru jú að verja eigin hagsmuni. Öllu óskiljanlegra er að hagsmunasamtök sjómanna og skipstjóra skuli verja þetta arðrán með kjafti og klóm. Fiskmarkaðir og veiðigjöld Eins og alþjóð veit þá er allt í járnum á Alþingi út af veiðigjaldafrumvarpi Hönnu Katrínar. Enn og aftur eru það fiskmarkaðir sem gegna lykilhlutverki, því með frumvarpinu á að færa reiknistofn verðlagsstofu yfir í markaðsverð. Það hefur fram að þessu verið hjákátlegt að heyra ýmsa spekinga halda því fram að 7,9 milljarðar (veiðigjöld 2022) séu 33% af 85 milljörðum (hreinn hagnaður sjávarútvegs 2022). Reiknikúnstir þessara spekinga hafa nú verið afhjúpaðar sem blekkingar og blákalt eiginhagsmunapot. Smábátaflotinn er sem sagt grunnstoð þess að hægt sé að reikna sanngjarnt og rétt auðlindagjald. Fiskmarkaðir og SFS Er það þá nokkur furða að kvótakóngarnir hati okkur. Við höldum uppi fiskmörkuðum sem afhjúpar rétt markaðsverð á sjávarafurðum. Þeir þola ekki dagsljósið en vilja ráða því sjálfir á hvaða verði þeir gera upp við sjómenn og skattinn. Þessari fléttu hefur við lýst af innanbúðarmanni þannig að „búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp … Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“ Það er því ekki eingöngu hækkun á veiðigjöldum sem stórútgerðin óttast, heldur líka það að sjómenn muni ekki sætta sig við það að vera skildir einir eftir með reikninginn á undirverðlagningu verðlagsstofu. Það vekur furðu að grjótharðir markaðssinnar á borð við SFS og sjálfstæðismenn skuli í þessu tilviki ekki trúa á markaðslögmálin um framboð og eftirspurn heldur leggja allt sitt traust á verðmyndun innan ríkisstofnunar. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að inngrip ríkisins í markaðshagkerfið væri æðsta dauðasynd kapítalismans, en svo virðist ekki vera. Allavegana ekki fyrir sægreifana. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun