Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 12:19 Diljá Mist og Pawel Bartoszek voru ekki sammála um hver bæri ábyrgð á þráteflinu. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira