Innlent

Til­kynnt um hóp pilta í grun­sam­legum erinda­gjörðum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóttina sem leið. Lögreglumenn fóru á vettvang í miðborg Reykjavíkur til að ræða meðal annarra við æsta konu sem slóst við dyraverði á skemmtistað í miðboginni. Þá var einnig tilkynnt um slys en ungmenni hafði fallið niður nokkra hæð og var með aflögun á hendi eftir fallið.

Lögreglumönnum á lögreglutöð 2 sem sinnir útköllum í Hafnarfirði og Garðabæ barst tilkynning um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum inni á vinnusvæði að eiga við vinnuvélar. Hópurinn var farinn af vettvangi áður en lögreglu bar að. Þar var einnig tilkynnt um tvo menn sem stungu af án þess að borga leigubílstjóra fyrir að aka þeim nokkra vegalegnd. Lögreglustjórum leiðbeindu leigubílstjóranum með kæruferli.

Þá var tilkynnt um bruna í pappa í garði í austurhluta borgarinnar þar sem grunur var um íkveikju. Búið var að slökkva eldinn áður en lögregla kom en hún hefur tvo unga drengi grunaða um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×