Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2025 07:03 Slúður þrífst meira á vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning er ekki sterk, andrúmsloft ekki nógu jákvætt eða þögli herinn er sterkur. Best er að sporna við slúðri á vinnustöðum en samkvæmt rannsóknum, eru þó einstaka leiðir til að gera slúður gagnlegt. Vísir/Getty Það er víst þannig að gott slúður í vinnunni getur gert heilmikið gagn. Eða svo er sagt. Við erum þó að tala um ákveðna tegund af slúðri; Ekki þá tegund að það sé verið að baktala mann og annan. Hér má þó ekki misskilja hlutina sem svo að verið sé að hvetja til slúðurs á vinnustöðum. Þvert á móti. Hins vegar er það staðreynd að slúður og kjaftagangur hefur fylgt manninum um ómunatíð og því er þetta fyrst og fremst samantekt um það, hvers konar slúður mögulega getur gert gagn. Svona byrjar almennt slúður Almennt, fara sögusagnir oft af stað innan vinnustaða þegar fólk upplifir að það sé verið að fela eða fegra einhvern sannleika. Fólk verður tortryggið og fer að kjafta sín á milli. Þetta gerist ekki síst þegar stjórnendahópurinn virðist ekki vera að segja „allt“ eða satt og rétt frá. Eða þegar starfsfólki finnst eins og yfirmaðurinn sé ekki að treysta þeim fyrir upplýsingum. Fólk tengist líka oft í gegnum slúður; finnur sig samsvara sig því sem verið er að segja; að hópurinn sem slúðrar sé samstíga og sammála. Slúður getur hins vegar verið mjög skeinuhætt og almennt þrífst það betur á vinnustöðum þar sem andrúmsloftið er almennt ekki mjög jákvætt né vinnustaðamenningin sterk. Slúður þrífst líka vel þar sem þögli herinn er mjög sterkur, en um hann má lesa hér: Gagnlegt slúður Að nýta slúður og sögusagnir til góðs er ekki auðveld leið, en möguleg. Fyrst er að horfa svolítið á það, hvað gerist oft þegar slúðursögur fara af stað og nýta sér það jákvæða. Til dæmis er það staðreynd að slúður býr til áveðið traust á milli fólks; Þeirra sem eru að slúðra. Það sem einkennir gagnlegt slúður er þegar starfsfólk fær að vita eitthvað sem ekki er opinbert. Til dæmis sýna niðurstöður rannsóknar, sem birt var í Group and Organizational Management, að fólk er líklegra til að staldra lengur við á vinnustað þar sem því finnst það vera hluti af því að ,,vita sumt sem ekki allar vita.“ Þá sýna rannsóknir líka að það að deila með starfsfólki hlutlausum eða jákvæðum fréttum, sem þó má ekki opinbera, getur verið hið besta mál. Því það að fá þetta traust, er valdeflandi og tryggð starfsfólks gagnvart vinnustaðnum eykst. Stjórnendur hafa þó fleiri leiðir til að gera slúður á vinnustað gagnlegt. En það er með því að fylla upp í eyðurnar á slúðursögunum með það að markmiði að tryggja að réttar upplýsingar komast í umferð. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00 Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02 Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02 Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Við erum þó að tala um ákveðna tegund af slúðri; Ekki þá tegund að það sé verið að baktala mann og annan. Hér má þó ekki misskilja hlutina sem svo að verið sé að hvetja til slúðurs á vinnustöðum. Þvert á móti. Hins vegar er það staðreynd að slúður og kjaftagangur hefur fylgt manninum um ómunatíð og því er þetta fyrst og fremst samantekt um það, hvers konar slúður mögulega getur gert gagn. Svona byrjar almennt slúður Almennt, fara sögusagnir oft af stað innan vinnustaða þegar fólk upplifir að það sé verið að fela eða fegra einhvern sannleika. Fólk verður tortryggið og fer að kjafta sín á milli. Þetta gerist ekki síst þegar stjórnendahópurinn virðist ekki vera að segja „allt“ eða satt og rétt frá. Eða þegar starfsfólki finnst eins og yfirmaðurinn sé ekki að treysta þeim fyrir upplýsingum. Fólk tengist líka oft í gegnum slúður; finnur sig samsvara sig því sem verið er að segja; að hópurinn sem slúðrar sé samstíga og sammála. Slúður getur hins vegar verið mjög skeinuhætt og almennt þrífst það betur á vinnustöðum þar sem andrúmsloftið er almennt ekki mjög jákvætt né vinnustaðamenningin sterk. Slúður þrífst líka vel þar sem þögli herinn er mjög sterkur, en um hann má lesa hér: Gagnlegt slúður Að nýta slúður og sögusagnir til góðs er ekki auðveld leið, en möguleg. Fyrst er að horfa svolítið á það, hvað gerist oft þegar slúðursögur fara af stað og nýta sér það jákvæða. Til dæmis er það staðreynd að slúður býr til áveðið traust á milli fólks; Þeirra sem eru að slúðra. Það sem einkennir gagnlegt slúður er þegar starfsfólk fær að vita eitthvað sem ekki er opinbert. Til dæmis sýna niðurstöður rannsóknar, sem birt var í Group and Organizational Management, að fólk er líklegra til að staldra lengur við á vinnustað þar sem því finnst það vera hluti af því að ,,vita sumt sem ekki allar vita.“ Þá sýna rannsóknir líka að það að deila með starfsfólki hlutlausum eða jákvæðum fréttum, sem þó má ekki opinbera, getur verið hið besta mál. Því það að fá þetta traust, er valdeflandi og tryggð starfsfólks gagnvart vinnustaðnum eykst. Stjórnendur hafa þó fleiri leiðir til að gera slúður á vinnustað gagnlegt. En það er með því að fylla upp í eyðurnar á slúðursögunum með það að markmiði að tryggja að réttar upplýsingar komast í umferð.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00 Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02 Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02 Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03
Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00
Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02
Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Það er mannlegt að líða best í því umhverfi sem við þekkjum. Og alveg jafn mannlegt að finna til óöryggis eða uppnáms þegar miklar breytingar eru boðaðar. 13. júní 2025 07:02
Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent