Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 22:32 Guðrún Valdís Jónsdóttir er forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Vísir/Lýður Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún. Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún.
Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31