Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 22:32 Guðrún Valdís Jónsdóttir er forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Vísir/Lýður Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún. Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún.
Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31