Sport

Walker fer til Burnley

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Kyle Walker skrifar undir tveggja ára samning við Burnley.
Kyle Walker skrifar undir tveggja ára samning við Burnley. Burnley FC

Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker hefur skrifað undir tveggja ára samning við Burnley sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Walker spilaði fyrri hluta síðasta tímabils með Manchester City en fór á lán til AC Milan í janúar. Hann vann 17 titla með Manchester City en hann kom til liðsins árið 2017.

Hann spilaði með Scott Parker sem er þjálfari Burnley, þegar þeir voru báðir hjá Tottenham. Walker er orðinn 35 ára gamall, en hann þótti áður vera einn allra besti bakvörður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×