Þingmenn upplitsdjarfir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Gengið hefur á ýmsu í vikunni en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru nokkuð brött í morgun. Vísir/samsett Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels