Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 21:00 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var í löngu plönuðu fríi en sinnti vinnunni í fríiinu. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað. Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Nanna Margrét mætti aftur til vinnu í gær og hefur frá þeim stigið um 30 sinnum upp í pontu til að ræða breytingar á veiðigjaldi og fjármálaáætlun 2026 til 2030. „Ég fór í frí sem var skipulagt löngu áður en þessar kosningar fóru fram og eftir að hefðbundnum þingfundatíma átti að vera lokið,“ segir Nanna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa verið í sambandi við varamann sinn og hafi sjálf verið tilbúin til að stíga inn. „Ég fylgdist með og var klárlega í fjarvinnu. Ég fylgdist með nánast hverri einustu ræðu. Þetta var lifandi á meðan því maður vissi ekki hvort þing yrði búið eftir einn dag, tvo daga eða þrjá daga. Það voru samningaviðræður í gangi. Ég hef farið áður og kallað inn varamenn en það var þegar hefðbundið þing var í gangi.“ Í stöðugu sambandi við varamann Hún segist hafa verið í sambandi við varamann um hvenær hann gæti mætt en svo hafi ekki komið til þess. Óvissan hafi verið mikil og enn verið að semja um þinglok og alltaf útlit fyrr að það væri að fara að takast. „Þetta var lifandi dag frá degi. Það koma líka til greina að ég færi heim og færi sjálf á þingið,“ segir hún og að auðvelt hafi verið fyrir hana að stökkva heim. Hún hafi unnið allan tímann sem hún hafi verið í fríi og verið tilbúin að kalla varamenn eða koma sjálf. „Það er kominn júlí, og það á ekki að vera þing í gangi en hér er ég samt. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar venjulegt þing er í gangi. Þá ertu að meta þetta öðruvísi.“ Hún segir Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, bæði hafa verið meðvituð um að hún væri á leið í frí og að hún hafi verið fjarverandi. Tekur þátt eins lengi og þörf er á Spurð um það að í þingskaparlögum komi fram að þingmenn skuli sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni segir Nanna áhugavert að fylgjast með þingmönnum sem mæta ekkert og ráðherrum sem séu mikið fjarverandi og kalli ekki inn varamenn. „Þegar það er venjulegt þing.“ Hún segist sjá fram á að vera í umræðum í nótt og eins lengi og þörf er á. „Þingið gæti verið búið á morgun, eða verið allan júlí. Ég sé bara fram á að vera hér í þingsal eða heima hjá mér að hlusta á ræður, út af því að þetta er aðeins öðruvísi. Ég mun allavega sinna minni vinnu.“ Kalla Birnu inn fyrir Áslaugu Fjallað var um það fyrr í dag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kalla inn á morgun varamann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi frá þingstörfum í ár. Til skoðunar er hjá flokknum að kalla inn varamann fyrir Jón Gunnarsson þingmanna sama flokks sem sé á leið í frí. Þá var fjallað um það að á vef Morgunblaðsins í dag að fjórðungur þingmanna stjórnarflokkanna er ekki á þingi og er búinn að kalla inn varamann. Samanlagt séu stjórnarflokkarnir með 36 þingmenn en níu aðalmenn séu búnir að kalla inn varamenn. Það séu ýmsar ástæður fyrir því eins og veikindi, utanlandsferðir í opinberum tilgangi eða annað.
Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira