Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2025 15:09 Ormurinn langi var gerður út frá Patreksfirði. Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira