Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 11:58 Bubbi Morthens hefur miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans. Vísir/Vilhelm Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“ Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Rætt var við Bubba Morthens í kvöldfréttum í gær þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Tilefnið eru gríðarlegar vinsældir bandarískrar hljómsveitar að nafni The Velvet Sundown sem í ljós kom að var aldrei til og er sköpuð alfarið af gervigreind. Sveitin er með hálfa milljón hlustenda á mánuði á Spotify. Bubbi segir þegar vera til dæmi um innreið gervigreindar í tónlistarbransann á Íslandi. „Það er verið að gera það. Maggi Mix, ég held að hann hafi gert lag með Bríet sem ég hefði stoppað alveg á punktinum hefði þetta verið lag með mér. Þetta er mjög, hvað eigum við að segja? Það er óveður á leiðinni.“ Litið til Danmerkur um lagasetningu Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEF, félagasamtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, segist taka undir áhyggjur Bubba. „Ég deili þessum áhyggjum með Bubba og held að gervigreindin sé bara stærsta áskorun sem tónlistargeirinn og líka í rauninni aðrar skapandi greinar standa frammi fyrir.“ Guðrún Björk segir um að ræða risastóra áskorun. Gríðarlega stórt verkefni sé framundan til þess að tryggja að skapandi greinar verði áfram til og tónlistarfólk geti haft lifibrauð af tónlistarsköpun. STEF hafi sett sér stefnu er varðar leyfisveitingar til gervigreindafyrirtækja. „Það getur vel verið að við þurfum atfylgi löggjafans til þess að hjálpa okkur á þessari vegferð þannig áfram verði hægt að lifa af sinni tónlist og skapa tónlist og þessi gervigreindarheimur gleypi ekki allt saman.“ Þá sé það áhyggjuefni hve auðvelt sé að nýta gervigreind láta líkjast röddum eða andliti tónlistarmanna. „Ég persónulega er svolítið hrifin af því sem Danmörk virðist vera að fara að gera, hreinlega að breyta höfundarlögum á þann hátt að fólk eigi þá höfundarrétt að sinni rödd og sinni ásjónu þannig að það verði sérstaklega verndað og þá fólki gefin betri tæki en til staðar eru í dag til að verja sig gegn slíku.“
Tónlist Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00