Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Hjónin Hanna Katrín og Ragnhildur skelltu sér í golf í Borgarnesi í morgun eftir að hafa ekki komist í gær. Hér má sjá gamla mynd af þeim á Gufudalsvelli í Hveragerði. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, birti síðdegis í gær skjáskot af appinu Golfbox á samfélagsmiðlinum X. Þar mátti sjá upplýsingar um að Hanna Katrín og kona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefðu verið með rástíma í golfi klukkan 14:30 fyrr um daginn. Í ummælum við færsluna skrifaði annar X-verji að þær Hanna og Ragnhildur ættu aftur tíma í dag klukkan 9:30. Ráðherrann var því með rástíma í golf tvo daga í röð. Skjáskotið sem Gísli Freyr birti á X. Í Huginn og Muninn, einum af nafnlausu pistladálkum Viðskiptablaðsins, birtist í kjölfarið pistilinn „Hið ljúfa líf skattamálaráðherrans“ þar sem sagði að Hanna Katrín léti ekki „ráðherrajobbið og þingstörfin stoppa sig í að fara í golf á miðjum vinnudegi“. „En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf. Á vinnutíma. Tvo daga í röð,“ sagði jafnframt í pistlinum. Aftur á móti var Hanna Katrín viðstödd þingfund í gær og tók þátt í atkvæðagreiðslu fyrri part dags. Ekki sama að skrá sig og að mæta „Það er ekki hið sama að skrá sig í golf og ná að mæta. Það varð ekkert úr golfi hjá okkur Hönnu Katrínu í dag. Hún hafði öðru að sinna. Kannski komumst við í fyrramálið. Ég væri kát með það, enda sjálf í fríi, eins og stóð reyndar til hjá okkur báðum,“ skrifaði Ragnhildur Sverrisdóttir, kona Hönnu, undir Facebook-deilingu Viðskiptablaðsins á pistlinum. Ragnhildur Sverrisdóttir í golfi á Gufudalsvelli sem virðist vera í uppáhaldi hjá hjónunum ef marka má samfélagsmiðla. Vísir hefur reynt að ná í ráðherra og aðstoðarmann hans í síma bæði í gærkvöldi og nú í morgun. Á endanum svaraði ráðherrann í textaskilaboðum rétt fyrir rástímann klukkan 9:30: „Ég gat því miður ekkki nýtt mér tímann í gær. Ætla að reyna að að stökkva níu holur núna. Vona að mér verði ekki hent burt vegna of margra símtala.“ Vísir hefur ekki náð frekara sambandi við ráðherrann en hringurinn í Borgarnesi hófst klukkan 9:30. Þingfundur hófst klukkan 10 þar sem til umræðu er fjármálaáætlun, síðari umræða. Í framhaldinu heldur umræða um breytingu á veiðigjaldi áfram en umræðan er orðin sú næstlengsta á Alþingi á síðari árum. Um viðveru þingmanna segir í þingskaparlögum: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þó er ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið sennilega á allflestum dögum þingsins nema kannski við upphaf þings og þinglok. Þegar mæting þingmanna er reiknuð út er það sömuleiðis gert út frá mætingu í atkvæðagreiðslur frekar en á þingfundi. Ráðherrar hafa sömuleiðis öðrum skyldum að gegna en þingmennsku og eru því yfirleitt með minni viðveru í þingsal. Alþingi Golf Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, birti síðdegis í gær skjáskot af appinu Golfbox á samfélagsmiðlinum X. Þar mátti sjá upplýsingar um að Hanna Katrín og kona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefðu verið með rástíma í golfi klukkan 14:30 fyrr um daginn. Í ummælum við færsluna skrifaði annar X-verji að þær Hanna og Ragnhildur ættu aftur tíma í dag klukkan 9:30. Ráðherrann var því með rástíma í golf tvo daga í röð. Skjáskotið sem Gísli Freyr birti á X. Í Huginn og Muninn, einum af nafnlausu pistladálkum Viðskiptablaðsins, birtist í kjölfarið pistilinn „Hið ljúfa líf skattamálaráðherrans“ þar sem sagði að Hanna Katrín léti ekki „ráðherrajobbið og þingstörfin stoppa sig í að fara í golf á miðjum vinnudegi“. „En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf. Á vinnutíma. Tvo daga í röð,“ sagði jafnframt í pistlinum. Aftur á móti var Hanna Katrín viðstödd þingfund í gær og tók þátt í atkvæðagreiðslu fyrri part dags. Ekki sama að skrá sig og að mæta „Það er ekki hið sama að skrá sig í golf og ná að mæta. Það varð ekkert úr golfi hjá okkur Hönnu Katrínu í dag. Hún hafði öðru að sinna. Kannski komumst við í fyrramálið. Ég væri kát með það, enda sjálf í fríi, eins og stóð reyndar til hjá okkur báðum,“ skrifaði Ragnhildur Sverrisdóttir, kona Hönnu, undir Facebook-deilingu Viðskiptablaðsins á pistlinum. Ragnhildur Sverrisdóttir í golfi á Gufudalsvelli sem virðist vera í uppáhaldi hjá hjónunum ef marka má samfélagsmiðla. Vísir hefur reynt að ná í ráðherra og aðstoðarmann hans í síma bæði í gærkvöldi og nú í morgun. Á endanum svaraði ráðherrann í textaskilaboðum rétt fyrir rástímann klukkan 9:30: „Ég gat því miður ekkki nýtt mér tímann í gær. Ætla að reyna að að stökkva níu holur núna. Vona að mér verði ekki hent burt vegna of margra símtala.“ Vísir hefur ekki náð frekara sambandi við ráðherrann en hringurinn í Borgarnesi hófst klukkan 9:30. Þingfundur hófst klukkan 10 þar sem til umræðu er fjármálaáætlun, síðari umræða. Í framhaldinu heldur umræða um breytingu á veiðigjaldi áfram en umræðan er orðin sú næstlengsta á Alþingi á síðari árum. Um viðveru þingmanna segir í þingskaparlögum: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þó er ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið sennilega á allflestum dögum þingsins nema kannski við upphaf þings og þinglok. Þegar mæting þingmanna er reiknuð út er það sömuleiðis gert út frá mætingu í atkvæðagreiðslur frekar en á þingfundi. Ráðherrar hafa sömuleiðis öðrum skyldum að gegna en þingmennsku og eru því yfirleitt með minni viðveru í þingsal.
Alþingi Golf Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði