Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 21:32 Kohhberger í dómsal í dag. Vísir/AP Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44