Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 10:36 Forsíða skýrslu hóps sérfræðinga sem lögmenn Lucy Letby kynntu í febrúar. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Handtökurnar tengjast máli Lucy Letby, hjúkrunarfræðings á fertugsaldri, sem var sakfelld fyrir að verða sjö börnum að bana og reyna að drepa sjö til viðbótar. Til rannsóknar er nú hvort að stjórnendur sjúkrahússins hafi gerst sekir um stórfellda vanrækslu í tengslum við dauða barnanna, að því er segir í frétt The Guardian. Paul Hughes, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Cheshire, sagði í gær að rannsóknin beindist að því hvort að háttsettir stjórnendur sjúkrahússins hefðu gerst sekir um glæp í viðbrögðum sínum, eða athafnaleysi, við tíðum dauðsföllum á nýburadeild. Mögulegar sakir á hendur þeim hefðu ekki áhrif á mál Letby. Stjórnendurnir þrír voru allir látnir lausir gegn tryggingu að loknum skýrslutökum. Saksóknarar segjast jafnframt meta hvort að Letby verði ákærð vegna fleiri atvika sem eigi að hafa átt sér stað þegar hún starfaði í Liverpool frá 2012, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Reynir að fá málið tekið upp Letby hefur í tvígang reynt að fá sakfellingu sinni hnekkt án árangurs en lögmenn hennar reyna nú að fá opinbera eftirlitsnefnd um sakamál til þess að skoða málið. Verjendur Letby hafa leitt fram tugi alþjóðlegra sérfræðinga sem telja að gögn málsins bendi ekki til þess að hún hafi ráðið börnunum bana. Einn þeirra gagnrýndi lögregluna fyrir að tilkynna um handtökurnar á viðkvæmum tíma þar sem eftirlitsnefndin kannaði mál Letby. Bent hefur verið á að málið gegn Letby byggði að stórum hluta á ótækum tölfræðilegum forsendum. Byggt var á fylgni á milli dauða barnanna og þess hvenær Letby var á vakt en tölfræðingar hafa gagnrýnt að aðeins þau tilfelli sem studdu málstað saksóknara hefðu verið týnd til þar. Einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby tefla fram nú segir að saksóknarar í máli hennar hafi rangtúlkað rannsókn hans. Gagnrýndi hann að saksóknarar hefðu ályktað að banamein barnanna væri blóðtappi sem Letby hefði valdið með því að sprauta lofti í blóðrás í þeirra. Börnin hefði ekki verið með dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa og gagnrýndi hann ennfremur að það hefði verið talið banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Fram hefur komið að aðstæður á deildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið slæmar. Þar hafi skort viðeigandi tækjabúnað og þjálfað starfsfólk og mikið álag hafi verið á læknum og hjúkrunarfræðingum. Þá var árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að drepa börn, það fyrsta í heild öld þar sem ungbarnadauði jókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25 Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27 Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. 16. desember 2024 20:25
Rannsókn hafin en efasemdir uppi um sekt Letby Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby. 10. september 2024 07:27
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42