„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 18:51 Þingflokksformaður repúblikana í öldungadeildinni John Thune fyrir miðju. AP/J. Scott Applewhite „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50