Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 21:59 Sindri Þór Sigríðarson hefur játað að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Vísir/Vilhelm Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. „Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“ Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
„Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“
Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58