Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 21:59 Sindri Þór Sigríðarson hefur játað að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Vísir/Vilhelm Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. „Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“ Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
„Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“
Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58