Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:02 Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun