Innherji

Eftir­spurnin fór „langt fram úr“ á­ætlunum með inn­komu Kviku á íbúðalána­markað

Hörður Ægisson skrifar
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir bankann vera kominn nokkuð áleiðis í undirbúningi að útgáfu sértryggðra skuldabréfa og telur að sú fyrsta geti orðið að veruleika áður en þetta ár er liðið.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir bankann vera kominn nokkuð áleiðis í undirbúningi að útgáfu sértryggðra skuldabréfa og telur að sú fyrsta geti orðið að veruleika áður en þetta ár er liðið. Aðsend

Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út.


Tengdar fréttir

„Hverjum manni aug­ljóst“ að um­gjörð banka­kerfisins skaðar sam­keppnis­hæfni

Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.

Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða

Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×