Glatkistunni lokað Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 12:09 Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, tók við heiðursverðlaunum Dags íslenskrar tónlistar árið 2023. Dagur íslenskrar tónlistar Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós. Tónlist Tímamót Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós.
Tónlist Tímamót Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið