Glatkistunni lokað Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 12:09 Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, tók við heiðursverðlaunum Dags íslenskrar tónlistar árið 2023. Dagur íslenskrar tónlistar Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós. Tónlist Tímamót Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós.
Tónlist Tímamót Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira