Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 11:31 Dembélé knúsar fyrrum félagann Jordi Alba. Samsett/Getty/Instagram Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum. Parísarliðið vann afgerandi sigur á Inter Miami í gær. Portúgalinn João Neves kom franska liðinu yfir snemma leiks, skoraði öðru sinni á 39. mínútu og þá bættust við sjálfsmark og eitt frá Achraf Hakimi áður en hálfleiksflautið gall. Staðan var 4-0 í hléi og síðari hálfleikurinn í raun formsatriði, enda lauk leiknum með sömu tölum. Ousmané Dembéle spilaði síðasta hálftímann fyrir PSG og þreytti þar með frumraun sína á mótinu eftir meiðsli í upphafi þess. Hann virðist hafa átt góða heimsókn í klefa andstæðinganna eftir leik þar sem þrír fyrrum félagar hans hjá Barcelona á Spáni léku með Inter Miami í leiknum. Dembele absolutely cleaned up after today’s game against Inter Miami 😂 pic.twitter.com/Ba5IfOCp65— Classic Football Shirts (@classicshirts) June 29, 2025 Dembéle birti myndir af treyjum Lionels Messi, Luis Suárez og Jordi Alba á Instagram-síðu sinni eftir leik en auk treyjanna þriggja fór hann heim með bæði stuttbuxur og skópar þess fyrstnefnda. Evrópumeistarar PSG munu þurfa á kröftum Dembélé að halda á síðari hluta mótsins þar sem keppnin fer að harðna. Bayern Munchen, sem vann 4-2 sigur á Flamengo í gær, verður andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum þann 5. júlí næstkomandi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Parísarliðið vann afgerandi sigur á Inter Miami í gær. Portúgalinn João Neves kom franska liðinu yfir snemma leiks, skoraði öðru sinni á 39. mínútu og þá bættust við sjálfsmark og eitt frá Achraf Hakimi áður en hálfleiksflautið gall. Staðan var 4-0 í hléi og síðari hálfleikurinn í raun formsatriði, enda lauk leiknum með sömu tölum. Ousmané Dembéle spilaði síðasta hálftímann fyrir PSG og þreytti þar með frumraun sína á mótinu eftir meiðsli í upphafi þess. Hann virðist hafa átt góða heimsókn í klefa andstæðinganna eftir leik þar sem þrír fyrrum félagar hans hjá Barcelona á Spáni léku með Inter Miami í leiknum. Dembele absolutely cleaned up after today’s game against Inter Miami 😂 pic.twitter.com/Ba5IfOCp65— Classic Football Shirts (@classicshirts) June 29, 2025 Dembéle birti myndir af treyjum Lionels Messi, Luis Suárez og Jordi Alba á Instagram-síðu sinni eftir leik en auk treyjanna þriggja fór hann heim með bæði stuttbuxur og skópar þess fyrstnefnda. Evrópumeistarar PSG munu þurfa á kröftum Dembélé að halda á síðari hluta mótsins þar sem keppnin fer að harðna. Bayern Munchen, sem vann 4-2 sigur á Flamengo í gær, verður andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum þann 5. júlí næstkomandi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira