Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 18:32 Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir Skógræktina í samtali við framleiðendur og rétthafa. Samsett Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni. Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu Skógræktarinnar segir að þar til búið er að leysa málið verði Snorkstelpan einnig sett í slipp. Snorkstelpan sem hefur staðið í skóginum er samkvæmt færslunni sprottin úr listasmiðju barna og er afsprengi lestrarátaks Skógræktarfélagsins og fleiri aðila. Í vikunni var greint frá því að verið væri að reisa Múmínlund í Kjarnaskógi á Akureyri með öllu tilheyrandi. Mikill hugur væri í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú ætti að töfra fram ævintýraheiminn sem rammi inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Eigendur vörumerkisins Múmínálfanna sögðu í kjölfarið að lundurinn væri brot á höfundarrétti. Forstjóri Moomin Characters að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Það væri ekki of seint að gera það núna. „Ævintýraskógurinn er frábær viðbót við ungbarnaleiksvæðið á Kjarnavelli sem er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar sem byggð eru upp í farsælu samstarfi Skógræktarfélags Eyjafirðinga og Akureyrarbæjar,“ segir í færslunni og að kastalinn og önnur leiktæki sem eigi að setja upp séu úr vörulínu leiktækjaframleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play). Leiktækin séu framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa og að uppsetning þeirra sé ekki frábrugðin uppsetningu annarra leiktækja á Íslandi. Snorkstelpan, ásamt öðrum nafngiftum innan skógarins, sé höfundarréttarvarin og stelpan því sett í slipp á meðan „málin eru rædd“. „Umboðsaðili Lappset á Íslandi Jóhann Helgi & Co ehf er búinn að koma á sambandi milli SE, framleiðenda og rétthafa, fyrstu kynni afar góð og vilji til að leysa mál vel og farsællega,“ segir að lokum í færslunni.
Skógrækt og landgræðsla Bókmenntir Finnland Akureyri Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25. júní 2025 19:27