Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 07:36 Rúta í miðbænum að sækja ferðamenn. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira