Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 07:36 Rúta í miðbænum að sækja ferðamenn. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefnin gærkvöldsins og næturinnar frá 17 í gær til 5 í morgun. Lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið stolið úr bílasölu í Árbænum. Bíllinn fannst skömmu síðar þar sem þjófurinn ók á honum um miðborgina. Þjófurinn var stöðvaður, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fleira var um að vera í Árbænum en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust fíkniefni í meira magni en telst sem neysluskammtur og auk þess var töluvert af reiðufé á manninum. Auk þess að vera grunaður um fíkniefnasölu gat maðurinn ekki framvísað gildum ferðaskilríkjum og því mögulega hér á landi í ólöglegri dvöl.Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hraðakstur, árekstur og stútar Lögreglan þurfti einnig að eiga við þónokkra ökumenn sem óku of hratt en alls voru fjórtán kærðir fyrir hraðakstur, sem náði allt frá 118 km/klst upp í 161 km/klst, bæði á Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók fór á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 185 km/klst, á Reykjanesbraut og var hann sviptur ökuréttindum og sektaður. Annar ók á 163 km/klst á Suðurlandsvegi, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Hann gaf sig þó að lokum og stöðvaði bílinnn eftir stutta eftirför. Auk hraðakstursins er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni tilkynning um bíl sem hafði verið ekið á skilti og annað ökutæki í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki í ökuhæfu ástandi og var handtekinn. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Fimm ökumenn til viðbótar voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Allir voru þeir handteknir og mál þeirra unnin eftir venjubundnu ferli. „Ásamt ofangreindu sinnti lögreglan ýmis konar verkefnum á tímabilinu þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu meðal annars vegna skemmdarverka, þjófnaðar, heimilisófriðs, einstaklings sem hafði læst sig úti, sprautunála á víðavangi, slysa, hópamyndun ungmenna, ölvaðra einstaklinga, vísa aðilum úr húsnæði, umferðaóhappa, hávaðakvartana og fleira,“ segir í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira