Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2025 19:21 Mikill fjöldi tók þátt í göngunni í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda tóku þátt í baráttugöngu fyrir réttindum hinsegin fólks sem fram fór í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í dag, í trássi við vilja stjórnvalda þar í landi sem gáfu ekki leyfi fyrir göngunni. Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís. Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís.
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01