„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2025 12:02 Baldvin og Erna eru fyrirliðar Íslands. Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira