Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 08:47 Gjögurtáarvitinn hallar skuggalega mikið, eins og sjá má á þessari mynd, enda hefur molnað mikið undan honum. Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Vegagerðin greindi frá ástandi vitans í tilkynningu á vef sínum. Þar kemur fram að vitinn gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og að ljós vitans skuli lýsa frá 1. ágúst til 15. maí. Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó. Vegagerðin mun á næstunni gefa út formlega tilkynningu til sjófarenda þar sem þeir verða upplýstir um að vitinn sé ótraustur. Vegagerðin vinni nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu. Starfsmenn Vegagerðarinnar við ástandsskoðun.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson Ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó. Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. „Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrsti vitinn á Gjögurtá var reistur árið 1965 en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu og hefur því staðið í 55 ár. Vitinn stendur í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga, ljósahús hans 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Vitinn í nærmynd á nösinni.Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson
Vegagerð Samgöngur Grýtubakkahreppur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira