City vann riðilinn og sleppur líklega við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:57 Jeremy Doku fagnar hér laglegu marki sínu fyrir Manchester City í Flórída í kvöld. Getty/Dan Mullan Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz. HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira