Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Árni Sæberg skrifar 26. júní 2025 08:54 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ákvörðun lánveitendanna staðfesti frábæran árangur í rekstri Alvotech og aukna tiltrú á rekstur félagsins. „Alvotech er í dag með flest hliðstæðulyf í þróun í heiminum samkvæmt opinberum upplýsingum. Síðastliðið ár hafa tekjur félagsins vaxið gríðarlega, félagið hefur skilað góðum rekstrarhagnaði og jákvæðri EBITDA-framlegð. Við gerum ráð fyrir að rekstur Alvotech skili jákvæðu sjóðstreymi á árinu 2025 og því er ekki þörf til að fjármagna rekstur félagsins frekar. Vaxtalækkunin sýnir traust þessara reyndu stofnanafjárfesta, sem hafa mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum, á árangri okkar í lyfjaþróun og framtíðaráætlunum félagsins,“ er haft eftir Joel Morales, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Alvotech. Lánasamningurinn sem um ræðir hafi verið undirritaður í júní 2024 og sé með lokagjalddaga í júlí 2029. Upprunalega hafi verið um að ræða lán í tveimur hlutum. Annar þeirra, að fjárhæð 900 milljóna bandaríkjadala, hafi borið 6,5 prósenta álag á SOFR-millibankavexti og hinn hlutinn, að fjárhæð 65 milljóna bandaríkjadala, hafi verið 10,5 prósenta álag á SOFR. Lánveitendurnir hafi nú ákveðið að fella hlutana saman í eitt lán sem muni bera 6,0 prósenta álag á SOFR. Lánið nemi nú um 1.081 milljón bandaríkjadala en félagið hafi átt 152 milljónir bandaríkjadala í lausafé þann 25. júní síðastliðinn. Alvotech Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ákvörðun lánveitendanna staðfesti frábæran árangur í rekstri Alvotech og aukna tiltrú á rekstur félagsins. „Alvotech er í dag með flest hliðstæðulyf í þróun í heiminum samkvæmt opinberum upplýsingum. Síðastliðið ár hafa tekjur félagsins vaxið gríðarlega, félagið hefur skilað góðum rekstrarhagnaði og jákvæðri EBITDA-framlegð. Við gerum ráð fyrir að rekstur Alvotech skili jákvæðu sjóðstreymi á árinu 2025 og því er ekki þörf til að fjármagna rekstur félagsins frekar. Vaxtalækkunin sýnir traust þessara reyndu stofnanafjárfesta, sem hafa mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum, á árangri okkar í lyfjaþróun og framtíðaráætlunum félagsins,“ er haft eftir Joel Morales, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Alvotech. Lánasamningurinn sem um ræðir hafi verið undirritaður í júní 2024 og sé með lokagjalddaga í júlí 2029. Upprunalega hafi verið um að ræða lán í tveimur hlutum. Annar þeirra, að fjárhæð 900 milljóna bandaríkjadala, hafi borið 6,5 prósenta álag á SOFR-millibankavexti og hinn hlutinn, að fjárhæð 65 milljóna bandaríkjadala, hafi verið 10,5 prósenta álag á SOFR. Lánveitendurnir hafi nú ákveðið að fella hlutana saman í eitt lán sem muni bera 6,0 prósenta álag á SOFR. Lánið nemi nú um 1.081 milljón bandaríkjadala en félagið hafi átt 152 milljónir bandaríkjadala í lausafé þann 25. júní síðastliðinn.
Alvotech Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira