33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 06:38 Hinn 33 ára Zohran Mamdani yrði fyrsti músliminn til að stýra New York-borg, verði hann kjörinn í nóvember næstkomandi. AP Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember. Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila