„Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 17:01 Lewis Hamilton hefur farið hægt af stað með liði Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Vísir/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, varar fólk við því að efast um getu sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem hefur ekki farið vel af stað sem liðsmaður Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni. Akstursíþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira