Risa skandall þar sem sænskur maður hagræðir fótboltaleikjum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 24. júní 2025 10:32 Lögreglan í Svíþjóð er að rannsaka fjármálsbrot þar sem hagræðing úrslita í fótbolta er meðal brotanna. Getty/Vísir Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen greindi nú í morgun frá skandal í fótboltaheiminum þar sem um hagræðingu úrslita var að ræða, bæði í Svíþjóð og víðar. Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira