Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:44 Guðrún Hafsteinsdóttir segir Kristrúnu Frostadóttur vera þagga niður í gagnrýni. Samsett/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. „Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira