Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 13:44 Niðurstaðan kom rannsakendum á óvart en rannsóknin var gerð á drykkjum sem seldir eru í Frakklandi. vísir/vilhelm Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent. Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent.
Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira