Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 16:45 Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“ EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“
Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion)
EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn