Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2025 17:47 Denis Lathoud í leik með franska landsliðinu en hann skoraði 463 mörk fyrir landsliðið og vann þrenn verðlaun á stórmótum. Getty/Dimitri Iundt Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni fyrir þrjátíu árum. Nú hefur ein af hetjum þeirra úr þeim leik hvatt þennan heim. Denis Lathoud lést í nótt 59 ára að aldri. Hann háði harða baráttu við illvígt krabbamein. Lathoud skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum í Höllinni í maí 1995 og var stoðsendingahæstur allra í franska landsliðinu á heimsmeistaramótinu með 53 stoðsendingar. Hann var öflug vinstri skytta með mjög gott auga fyrir spili. Eftir heimsmeistaramótið á Íslandi, sem byrjaði ekki alltof vel fyrir Frakka, þá talaði Lathoud um eftirminnilegan liðsfund á Akureyri sem kveikti í liðinu. Eftir hann breyttist allt og Frakkarnir fóru alla leið. Frakkar urðu í þriðja sæti í riðlinum en komust áfram í útsláttarkeppnina og slógu síðan út Spán (23-20), Sviss (28-18) og Þýskaland (22-20) á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem franska liðið fagnaði 23-19 sigri á Króötum. Lathoud lék alls 164 landsleiki fyrir Frakka á árunum 1987 til 1996 og skoraði í þeim 463 mörk. Auk gullverðlaunananna á Íslandi þá vann hann silfur á HM 1993 og brons á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann endaði landsliðsferil sinn á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá fór hann út í þjálfun. Byrjaði reyndar sem spilandi þjálfari SMV Porte Normande frá 2002 til 2005 en þjálfaði meðal annars Dijon Bourgogne HB í átta ár. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Denis Lathoud lést í nótt 59 ára að aldri. Hann háði harða baráttu við illvígt krabbamein. Lathoud skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum í Höllinni í maí 1995 og var stoðsendingahæstur allra í franska landsliðinu á heimsmeistaramótinu með 53 stoðsendingar. Hann var öflug vinstri skytta með mjög gott auga fyrir spili. Eftir heimsmeistaramótið á Íslandi, sem byrjaði ekki alltof vel fyrir Frakka, þá talaði Lathoud um eftirminnilegan liðsfund á Akureyri sem kveikti í liðinu. Eftir hann breyttist allt og Frakkarnir fóru alla leið. Frakkar urðu í þriðja sæti í riðlinum en komust áfram í útsláttarkeppnina og slógu síðan út Spán (23-20), Sviss (28-18) og Þýskaland (22-20) á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem franska liðið fagnaði 23-19 sigri á Króötum. Lathoud lék alls 164 landsleiki fyrir Frakka á árunum 1987 til 1996 og skoraði í þeim 463 mörk. Auk gullverðlaunananna á Íslandi þá vann hann silfur á HM 1993 og brons á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann endaði landsliðsferil sinn á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá fór hann út í þjálfun. Byrjaði reyndar sem spilandi þjálfari SMV Porte Normande frá 2002 til 2005 en þjálfaði meðal annars Dijon Bourgogne HB í átta ár. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira