Sjálfboðaliðar að bugast: Mikil örvænting meðal gæludýraeigenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 21:32 Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir mikilvægt að núverandi lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði breytt. Vísir/Lýður Valberg Sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtaka eru að niðurlotum komnir vegna gríðarlegs fjölda gæludýra sem eru heimilislaus og á vergangi. Einn þeirra segir nýtt gæludýrafrumvarp myndu skipta sköpum og segir alltof marga gæludýraeigendur þurfa að gefa frá sér dýr sín vegna núverandi laga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“ Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“
Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00
Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26