Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 14:24 Þessi fjögur voru meðal embættismanna sem tjáðu sig um árásina. Samsett/Ívar Fannar/EPA Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn. Bretland Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, var einna fyrstur til að tjá sig en hann segir kjarnorkuáætlun Írans alvarlega ógn við alþjóðaöryggi. „Ástandið í Mið-Austurlöndunum er enn óstöðugt og stöðugleiki á svæðinu er forgangsatriði. Við biðjum Írani um að snúa aftur að samningaborðinu og komast að diplómatískri lausn,“ skrifar hann á X. Iran’s nuclear programme is a grave threat to international security. Iran can never be allowed to develop a nuclear weapon and the US has taken action to alleviate that threat.The situation in the Middle East remains volatile and stability in the region is a priority. We call…— Keir Starmer (@Keir_Starmer) June 22, 2025 Rússland Rússar, sem hafa lengi verið bandamenn Írans, hafa einnig tjáð sig um árásirnar með yfirlýsingu frá yfirvöldum. Þar segjast þeir fordæma árásina harðlega og kalla þær óábyrgar. Rússar telja einnig að árásirnar séu brot á alþjóðalögum og kalla eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér fyrir því að ljúka átökunum. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, ætlar að heimsækja Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag til að ræða málin. Frakkland Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í yfirlýsingu á X að Frakkar hefðu ekki átt neinn hlut í árásinni og hvetja allar hliðar til að gæta hófsemi til að koma í veg fyrir átökin. „Frakkland hefur ítrekað lýst yfir mjög eindreginni andstöðu sinni við að Íran eignist kjarnorkuvopn,“ skrifar Barrot. La France a pris connaissance avec préoccupation des frappes menées cette nuit par les Etats-Unis d’Amérique contre trois sites du programme nucléaire iranien. Elle n’a participé ni à ces frappes ni à leur planification. Elle exhorte les parties à la retenue pour éviter toute…— Jean-Noël Barrot (@jnbarrot) June 22, 2025 „Frakkland er sannfært um að varanleg lausn á þessu máli krefst samningaviðræðna innan ramma kjarnorkusáttmálans.“ Páfagarður Leó páfi tjáði sig óbeint um málið í vikulegri helgiathöfn hans með pílagrímum. „Enginn vopnaður sigur getur bætt upp fyrir sársauka mæðra, ótta barna, stolinni framtíð. Látum diplómatíu þagga niður í vopnum, látum þjóðir móta framtíð sína með friðarviðleitni, ekki með ofbeldi og blóðugum átökum,“ sagði hann. Leó páfi á svölum Péturskirkju er hann tók við embættinu. Hann birti einnig yfirlýsingu þar sem hann segir stríð ekki koma í veg fyrir vandamál heldur einungis fjölga þeim og býr til djúp sár sem taki margar kynslóðir að gróa. Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tjáði sig um málið á X líkt og margir aðrir leiðtogar. „Kjarnorkuáætlun Írans er mikið áhyggjuefni og við hvetjum leiðtoga til að semja af einlægni til að binda enda á hana,“ skrifar Þorgerður. Hún segir það þurfi að koma í veg fyrir áframhaldandi stigmögnun á svæðinu. „Ég endurtek: Alþjóðalög þurfa að vera leiðarljós okkar - diplómatísk samskipti og viðræður eru eina lausnin.“ Evrópusambandið Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Írana mega ekki þróa kjarnorkuvopn þar sem það myndi ógna öryggi alþjóðar. „Ég hvet allar hliðar til að stíga til baka, fara aftur að samningaborðinu og koma í veg fyrir frekari stigmögnun,“ skrifar hún á X. Þar kemur einnig fram að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda vegna málsins á morgun. Sameinuðu þjóðirnar António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásina hættulega stigmögnun og beina ógn við alþjóðafrið. I am gravely alarmed by the use of force by the United States against Iran today. This is a dangerous escalation in a region already on the edge – and a direct threat to international peace and security. There is a growing risk that this conflict could rapidly get out of…— António Guterres (@antonioguterres) June 22, 2025 „Það er vaxandi hætta að þessi átök gætu farið hratt úr böndunum - með hörmulegum afleiðingum fyrir almenna borgara, svæðið og heiminn.“ Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Páfagarður Leó fjórtándi páfi Frakkland Rússland Bretland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bretland Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, var einna fyrstur til að tjá sig en hann segir kjarnorkuáætlun Írans alvarlega ógn við alþjóðaöryggi. „Ástandið í Mið-Austurlöndunum er enn óstöðugt og stöðugleiki á svæðinu er forgangsatriði. Við biðjum Írani um að snúa aftur að samningaborðinu og komast að diplómatískri lausn,“ skrifar hann á X. Iran’s nuclear programme is a grave threat to international security. Iran can never be allowed to develop a nuclear weapon and the US has taken action to alleviate that threat.The situation in the Middle East remains volatile and stability in the region is a priority. We call…— Keir Starmer (@Keir_Starmer) June 22, 2025 Rússland Rússar, sem hafa lengi verið bandamenn Írans, hafa einnig tjáð sig um árásirnar með yfirlýsingu frá yfirvöldum. Þar segjast þeir fordæma árásina harðlega og kalla þær óábyrgar. Rússar telja einnig að árásirnar séu brot á alþjóðalögum og kalla eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér fyrir því að ljúka átökunum. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, ætlar að heimsækja Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag til að ræða málin. Frakkland Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í yfirlýsingu á X að Frakkar hefðu ekki átt neinn hlut í árásinni og hvetja allar hliðar til að gæta hófsemi til að koma í veg fyrir átökin. „Frakkland hefur ítrekað lýst yfir mjög eindreginni andstöðu sinni við að Íran eignist kjarnorkuvopn,“ skrifar Barrot. La France a pris connaissance avec préoccupation des frappes menées cette nuit par les Etats-Unis d’Amérique contre trois sites du programme nucléaire iranien. Elle n’a participé ni à ces frappes ni à leur planification. Elle exhorte les parties à la retenue pour éviter toute…— Jean-Noël Barrot (@jnbarrot) June 22, 2025 „Frakkland er sannfært um að varanleg lausn á þessu máli krefst samningaviðræðna innan ramma kjarnorkusáttmálans.“ Páfagarður Leó páfi tjáði sig óbeint um málið í vikulegri helgiathöfn hans með pílagrímum. „Enginn vopnaður sigur getur bætt upp fyrir sársauka mæðra, ótta barna, stolinni framtíð. Látum diplómatíu þagga niður í vopnum, látum þjóðir móta framtíð sína með friðarviðleitni, ekki með ofbeldi og blóðugum átökum,“ sagði hann. Leó páfi á svölum Péturskirkju er hann tók við embættinu. Hann birti einnig yfirlýsingu þar sem hann segir stríð ekki koma í veg fyrir vandamál heldur einungis fjölga þeim og býr til djúp sár sem taki margar kynslóðir að gróa. Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tjáði sig um málið á X líkt og margir aðrir leiðtogar. „Kjarnorkuáætlun Írans er mikið áhyggjuefni og við hvetjum leiðtoga til að semja af einlægni til að binda enda á hana,“ skrifar Þorgerður. Hún segir það þurfi að koma í veg fyrir áframhaldandi stigmögnun á svæðinu. „Ég endurtek: Alþjóðalög þurfa að vera leiðarljós okkar - diplómatísk samskipti og viðræður eru eina lausnin.“ Evrópusambandið Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Írana mega ekki þróa kjarnorkuvopn þar sem það myndi ógna öryggi alþjóðar. „Ég hvet allar hliðar til að stíga til baka, fara aftur að samningaborðinu og koma í veg fyrir frekari stigmögnun,“ skrifar hún á X. Þar kemur einnig fram að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda vegna málsins á morgun. Sameinuðu þjóðirnar António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásina hættulega stigmögnun og beina ógn við alþjóðafrið. I am gravely alarmed by the use of force by the United States against Iran today. This is a dangerous escalation in a region already on the edge – and a direct threat to international peace and security. There is a growing risk that this conflict could rapidly get out of…— António Guterres (@antonioguterres) June 22, 2025 „Það er vaxandi hætta að þessi átök gætu farið hratt úr böndunum - með hörmulegum afleiðingum fyrir almenna borgara, svæðið og heiminn.“
Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Páfagarður Leó fjórtándi páfi Frakkland Rússland Bretland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira