Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 14:31 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir/Anton Brink Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“ Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“
Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira