Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 14:31 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir/Anton Brink Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“ Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ársskýrsla íslensku netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2024 er komin út en þar kemur meðal annars fram að tæplega fjögur þúsund og tvö hundruð mál hafi komið inn á borð sveitarinnar og voru gerðar átta gagnagíslatökuárásir, meðal annars á háskóla, fjölmiðil og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá kemur fram í skýrslunni að erlendir ógnarhópar sem Bandaríkin hafa bendlað við kínversk stjórnvöld og stunda njósnir tengdar mikilvægum innviðum auk hugverkastuldi hafi athafnað sig á Íslandi. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri CERT-IS segir um að ræða ógn sem beri að taka alvarlega. Hegða sér öðruvísi „Þeir hegða sér aðeins öðruvísi en þessir hefðbundnu netglæpahópar, þegar ég tala um hefðbundna netglæpahópa eru þeir fyrst og fremst að leitast við að ná fjárhagslegum ávinningi út úr þessum árásum en þessir hópar skera sig úr af því að þeir eru oft mjög tæknilega færir,“ segir Guðmundur. Þeir séu oft mjög vel fjármagnaðir. „Og oft talað um að þeir vinni beint eða að minnsta kosti óbeint fyrir erlend ríki og hafa því ekki að markmiði endilega að vera að komast yfir peninga en eru að stunda njósnir, njósnir um stefnumótun, um stjórnvöld og mjög kræfir í svokölluðum iðnaðarnjósnum þar sem þeir eru hreinlega bara að reyna að komast yfir iðnaðarupplýsingar og brjótast inn í fyrirtæki og stela hönnunargögnum og fleira.“ Þrír slíkir hópar eru nefndir í ársskýrslunni og sögð tengsl þeirra á milli. Salt Typhoon sem sagður er ráðast aðallega á netbúnað fjarskiptafyrirtækja þar sem hann kemur fyrir bakdyrum og stundar þannig njósnir um mikilvæga innviði, Volt Typhoon sem ráðist gegn mikilvægum innviðum og sækist þar eftir hugverkum og svo að lokum Silk Typhoon. Sá hópur ráðist á birgðakeðjur, steli aðgangslyklum og aðgangsorðum hjá skýjaþjónustufyrirtækjum og færi sig þaðan inn í umhverfi viðskiptavina þeirra. Guðmundur segir að netöryggissveitin eigi í góðu alþjóðlegu samstarfi, þá sérstaklega við kollega á Norðurlöndum til þess að bregðast við. Hóparnir láti lítið fyrir sér fara. „Við erum ekki ein í þessu, við erum búin að stórauka samstarf okkar sérstaka við erlendar systurstofnanir og það er stóraukið samstarf milli hins opinbera og einkageirans í þessu og þannig verður alltaf auðveldara og auðveldara að vinna saman og grípa þessar ógnir og bregðast við þeim hraðar heldur en var gert áður.“
Netglæpir Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira