„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 10:12 Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur varar við sundi með hvölum. Vísir/oliverhoesch Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni. Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“ Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“
Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira