Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 10:01 Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun