Spenntari fyrir NFL en EM: „Við horfum á einhverja leiki“ Gunnar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 21:41 Genevieve Crenshaw átti frábæran leik fyrir Tindastól í kvöld Guðmundur Þórlaugarson/Vísir Genevieve Crenshaw, markvörður Tindastólsins, var hetja liðsins í 1-4 sigri á FHL í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikmenn FHL skutu og skutu en Genieve varði og varði, þar á meðal vítaspyrnu Calliste Brookshire í stöðinni 1-1. „Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
„Um leið og við fengum á okkur vítið hugsaði ég að ég yrði að verja hana. Í bikarkeppninni var ég með fingur í vítaspyrnu sem fór inn. Ég sagði að ef ég verði þá héldi ég okkur í leiknum. Þannig það var frábært að verja spyrnuna, einkum eftir slæmt tap gegn FH. Um leið og hún fór að boltanum hugsaði ég með mér: Hún skýtur hægra megin við mig – því hún var búin að vera með boltann allan leikinn og er skotföst. Hún skýtur með vinstri og ætlar væntanlega að skjóta fast,“ sagði Crenshaw Geneieve átti líka stórglæsilega vörslu í fyrri hálfleik þegar hún blakaði boltanum í stöngina. „Það var líka frábært. Ég varð bara að láta mig vaða (í loftið). Maður veit aldrei nema reyna. Það hefur verið mottó mitt sem markvarðar,“ sagði Crenshaw Samheldnin skiptir máli Geneieve er á sínu fyrsta tímabili með Tindastóli. Hún kemur úr Kaliforníu sem er öllu fjölmennari staður. „Þar er margt fólk og mikill hraði en hér er öðruvísi og tekið vel á móti mér. Margar stelpurnar í liðinu eru aldar upp hjá félaginu og það er gaman að sjá ástríðu þeirra fyrir því, fyrir utan að spila á móti ólíkum leikmönnum og sjá tengslin á milli,“ sagði Crenshaw. Með sigrinum í kvöld færðist Tindastóll upp úr fallsæti. „Þetta eru risastig. Við vissum að við þyrftum að skora mörg mörk til að laga markahlutfall okkar gagnvart Víkingi og Birgitta steig upp með tveimur mörkum. Hún getur þetta. Það skipti líka máli að við héldum samheldninni. Um leið og hún brestur þá töpum við. Í síðasta leik spiluðum við í raun bara fyrri hálfleikinn en í dag allar 90 mínúturnar,“ sagði Crenshaw. Framundan er mánaðarfrí vegna Evrópumóts kvenna. „Ég ætla að fara í ferðalag með foreldrum mínum sem hafa aldrei komið til Evrópu. Ég er samt viss um að við horfum á einhverja leiki. Ég verð að játa að ég hef verið mikill aðdáandi af amerískum fótbolta en stelpurnar sem ég bý með horfa á alla fótboltaleiki sem þær geta en ég ætla að fylgjast eitthvað með,“ sagði Crenshaw.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira