Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 20. júní 2025 14:25 Ambika (til vinstri) stefnir á að koma til Íslands við fyrsta tækifæri og hitta Hafdísi (til hægri). Á myndinni af Hafdísi má sjá möppu sem inniheldur allar myndir og bréf sem hún fékk frá barnaþorpinu í Greenfields og Ambiku, ásamt gíróseðlum og öllum nótum fyrir styrktargreiðslurnar. SOS Indversk kona sem fann með hjálp vef- og samfélagsmiðla styrktarforeldrið Hafdísi þarf að bíða með Íslandsheimsókn sína eftir að hún fékk ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. „Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“ Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
„Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“
Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Sjá meira
Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16
Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp