„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 17:03 Bjarni Hafþór fer um viðan völl í uppistandi sínu, Hristur en ekki hrærður, sem aðgengilegt er á Sýn+. Vísir „Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“ Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“
Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira