„Þetta var leikur smáatriða“ Hinrik Wöhler skrifar 19. júní 2025 23:05 Þjálfarar Aftureldingar, Enes Cogic og Magnús Már Einarsson, ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. „Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum. Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum.
Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira