Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 19:10 Myndin er af einum sakborningunum í Gufunesmálinu leiddum út úr Héraðsdómi Suðurlands þar sem málið er höfðað. Hvort þessi tiltekni sakborningur er Lúkas Geir er ekki ljóst. Vísir/Anton Brink Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Aðalkrafa Lúkasar við áfrýjun var að dóminum yrði ómerktur og vísað aftur heim í hérað. Krafan var reist á því að dómari í héraði hafi orðið vanhæfur til að fara með málið á grundvelli þess að hann hefði ítrekað reynt að fá ákærða til að breyta framburði sínum, einkum með því að þráspyrja hvort ákærði þekkti þann mann sem sást með honum á myndupptöku sem spiluð var við aðalmeðferð málsins. Landsréttur taldi dómara heimilt að leggja þessar spurningar fyrir Lúkas þar sem gert er ráð fyrir því að dómari gæti þess að skýrslutaka fari eðlilega fram. Hann geti krafist frekari skýringa á svari vitnis telji hann á því þörf. Landsréttur féllst ekki á að framganga dómarans hefði gefið ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Hrottalegt manndráp, frelsissvipting, rán og fjárkúgun Lúkas hefur, líkt og fréttastofa hefur ítarlega fjallað um, verið ákærður ásamt þeim Stefáni Blackburn og Matthíasi Birni Erlingssyni, fyrir hrottalegt manndráp í Gufunesmálinu. Þeir námu mann á sjötugsaldri á brott frá heimili hans og beittu hann hrottafengnu ofbeldi sem leiddi til bana hans. Þeir voru ásamt manndrápinu ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Í ákærunni segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Seinna í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi segir þeir hafi beitt þeir Hjörleif frekara ofbeldi með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi þar sem ofbeldi hélt áfram. Þar fannst hann örendur snemma morguns og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi stuttu seinna. Lúkas Geir, sem er 21 árs, var á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Stappaði á höfuð mannsins eftir varnarsparkið Lúkas var dæmdur ásamt öðrum manni í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 26. apríl 2024 fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem framin var 6. nóvember 2021 í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur. Hann veittist í félagi við annan mann að hinum þriðja, sparkaði í efri búk hans og í kjölfar þess að hann féll í jörðina stappaði hann á höfði mannsins er hann lá varnarlaus á jörðinni. Fórnarlambið hlaut af hrufl á enni og handarbaki, höfuðkúpubrot, andlitsbeinabrot ásamt mari í vinstri gagnaugaheilableðli með mildri blæðingu og opið sár í hársverði. Við leit á Lúkasi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu kom einnig í ljós að hann var með lítil magn af maríhúana í fórum sínum. Við yfirheyrslu hélt Lúkas því fyrst fram að engar skærur hefðu átt sér stað og að áverkar brotaþola hefðu orsakast af því að hann hefði verið ölvaður og fallið í jörðina. Eftir að lögreglumenn sýndu honum upptöku af árásinni bar hann fyrir sig neyðarvörn. Aðdragandanum lýsti hann þannig fyrir dómi að hann hefði verið í bíil í miðbænum með félögum sínum. Bílaröðin hefði ekkert hreyfst og þeir hefðu farið til að athuga hvað ylli. Þar hefðu menn staðið við einn bílinn og hefði verið þar einhver atgangur. Lúkas sagði brotaþola hafa ýtt við sér, sagt sér að fara og hótað sér lífláti og að vinur hanns hefði þurft að taka hann burt. Allt í einu hefði hann séð þegar brotaþoli kom á harðahlaupum í áttina að honum. Lúkas sagðist þá hafa varið sig með því að sparka í brotaþola og hann dottið í jörðina. Hann hefði orðið mjög hræddur. Hann sagðist ekki hafa orðið var við það sem gerðist í kringum hann, hann hefði einfaldlega séð einhverjum bregða fyrir að baki sér og brugðist við. Hann sagðist ekki hafa veist að brotaþola eftir sparkið. Nánar spurður eftir að hafa séð upptöku úr öryggismyndavél kvaðst hann aðeins hafa gert tilraun til að sparka en að félagi hans hefði sparkað í brotaþola. Framburður Lúkasar fráleitur Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði verið að skemmta sér í miðbænum. Hann hefði drukkið áfengi en ekki fundist sem hann væri mjög ölvaður. Hann kvaðst ekki geta skýrt hvað fyrir sér hefði vakað þegar hann hljóp íáttina að árásaraðilunum eins og sést á myndskeiði. Hann myndi ekkert eftir að hafa hitt árásaraðilana og hefði frá öðrum upplýsingar um það sem gerðist. Með myndskeiðum og framburðum annarra vitna í málinu þótti héraðsdómi það sannað að Lúkas Geir átti ekki upptökin að ofbeldinu. Að mati dómsins uppfyllti fyrsta spark hans skilyrði neyðarvarnar. „Á hinn bóginn héldu ákærðu samhentir áfram og veittust ákveðið og hiklaust að brotaþola með spörkum sem beindust að höfði og efri hluta líkama. Framburður ákærða Lúkasar Geirs um að hann hafi þarna hvorki séð né gert sér grein fyrir háttsemi meðákærða er fráleitur og að engu hafandi,“ segir í dóminum. Lúkas Geir var gert að sæta fangelsi í sex mánuði skilorðsbundið til tveggja ára. Fíkniefnin í fórum hans umrætt kvöld voru gerð upptæk og Lúkasi var gert að greiða brotaþola tæplega 2,2 milljónir króna í miskabætur. Honum var einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns sem nam rúmri 1,6 milljón króna og aukaleg nokkur hundruð þúsund krónur í annan sakarkostnað. Tengd skjöl DómurDÓMURLANDSRÉTTARSækja skjal Dómsmál Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. 4. júní 2025 11:27 Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann. 4. apríl 2025 07:03 Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. 9. apríl 2025 15:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Aðalkrafa Lúkasar við áfrýjun var að dóminum yrði ómerktur og vísað aftur heim í hérað. Krafan var reist á því að dómari í héraði hafi orðið vanhæfur til að fara með málið á grundvelli þess að hann hefði ítrekað reynt að fá ákærða til að breyta framburði sínum, einkum með því að þráspyrja hvort ákærði þekkti þann mann sem sást með honum á myndupptöku sem spiluð var við aðalmeðferð málsins. Landsréttur taldi dómara heimilt að leggja þessar spurningar fyrir Lúkas þar sem gert er ráð fyrir því að dómari gæti þess að skýrslutaka fari eðlilega fram. Hann geti krafist frekari skýringa á svari vitnis telji hann á því þörf. Landsréttur féllst ekki á að framganga dómarans hefði gefið ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Hrottalegt manndráp, frelsissvipting, rán og fjárkúgun Lúkas hefur, líkt og fréttastofa hefur ítarlega fjallað um, verið ákærður ásamt þeim Stefáni Blackburn og Matthíasi Birni Erlingssyni, fyrir hrottalegt manndráp í Gufunesmálinu. Þeir námu mann á sjötugsaldri á brott frá heimili hans og beittu hann hrottafengnu ofbeldi sem leiddi til bana hans. Þeir voru ásamt manndrápinu ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Í ákærunni segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Seinna í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi segir þeir hafi beitt þeir Hjörleif frekara ofbeldi með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi þar sem ofbeldi hélt áfram. Þar fannst hann örendur snemma morguns og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi stuttu seinna. Lúkas Geir, sem er 21 árs, var á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Stappaði á höfuð mannsins eftir varnarsparkið Lúkas var dæmdur ásamt öðrum manni í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 26. apríl 2024 fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem framin var 6. nóvember 2021 í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur. Hann veittist í félagi við annan mann að hinum þriðja, sparkaði í efri búk hans og í kjölfar þess að hann féll í jörðina stappaði hann á höfði mannsins er hann lá varnarlaus á jörðinni. Fórnarlambið hlaut af hrufl á enni og handarbaki, höfuðkúpubrot, andlitsbeinabrot ásamt mari í vinstri gagnaugaheilableðli með mildri blæðingu og opið sár í hársverði. Við leit á Lúkasi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu kom einnig í ljós að hann var með lítil magn af maríhúana í fórum sínum. Við yfirheyrslu hélt Lúkas því fyrst fram að engar skærur hefðu átt sér stað og að áverkar brotaþola hefðu orsakast af því að hann hefði verið ölvaður og fallið í jörðina. Eftir að lögreglumenn sýndu honum upptöku af árásinni bar hann fyrir sig neyðarvörn. Aðdragandanum lýsti hann þannig fyrir dómi að hann hefði verið í bíil í miðbænum með félögum sínum. Bílaröðin hefði ekkert hreyfst og þeir hefðu farið til að athuga hvað ylli. Þar hefðu menn staðið við einn bílinn og hefði verið þar einhver atgangur. Lúkas sagði brotaþola hafa ýtt við sér, sagt sér að fara og hótað sér lífláti og að vinur hanns hefði þurft að taka hann burt. Allt í einu hefði hann séð þegar brotaþoli kom á harðahlaupum í áttina að honum. Lúkas sagðist þá hafa varið sig með því að sparka í brotaþola og hann dottið í jörðina. Hann hefði orðið mjög hræddur. Hann sagðist ekki hafa orðið var við það sem gerðist í kringum hann, hann hefði einfaldlega séð einhverjum bregða fyrir að baki sér og brugðist við. Hann sagðist ekki hafa veist að brotaþola eftir sparkið. Nánar spurður eftir að hafa séð upptöku úr öryggismyndavél kvaðst hann aðeins hafa gert tilraun til að sparka en að félagi hans hefði sparkað í brotaþola. Framburður Lúkasar fráleitur Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði verið að skemmta sér í miðbænum. Hann hefði drukkið áfengi en ekki fundist sem hann væri mjög ölvaður. Hann kvaðst ekki geta skýrt hvað fyrir sér hefði vakað þegar hann hljóp íáttina að árásaraðilunum eins og sést á myndskeiði. Hann myndi ekkert eftir að hafa hitt árásaraðilana og hefði frá öðrum upplýsingar um það sem gerðist. Með myndskeiðum og framburðum annarra vitna í málinu þótti héraðsdómi það sannað að Lúkas Geir átti ekki upptökin að ofbeldinu. Að mati dómsins uppfyllti fyrsta spark hans skilyrði neyðarvarnar. „Á hinn bóginn héldu ákærðu samhentir áfram og veittust ákveðið og hiklaust að brotaþola með spörkum sem beindust að höfði og efri hluta líkama. Framburður ákærða Lúkasar Geirs um að hann hafi þarna hvorki séð né gert sér grein fyrir háttsemi meðákærða er fráleitur og að engu hafandi,“ segir í dóminum. Lúkas Geir var gert að sæta fangelsi í sex mánuði skilorðsbundið til tveggja ára. Fíkniefnin í fórum hans umrætt kvöld voru gerð upptæk og Lúkasi var gert að greiða brotaþola tæplega 2,2 milljónir króna í miskabætur. Honum var einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns sem nam rúmri 1,6 milljón króna og aukaleg nokkur hundruð þúsund krónur í annan sakarkostnað. Tengd skjöl DómurDÓMURLANDSRÉTTARSækja skjal
Dómsmál Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. 4. júní 2025 11:27 Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann. 4. apríl 2025 07:03 Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. 9. apríl 2025 15:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. 4. júní 2025 11:27
Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann. 4. apríl 2025 07:03
Hinir grunuðu lausir úr einangrun Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar. 9. apríl 2025 15:04